Or­lofs­rétt­ur

Orlofslög kveða á um rétt og skyldu starfsfólks til að taka sér árlegt frí frá störfum sem það nýtir í hvíld og endurnæringu. Í því felst bæði réttur til að taka leyfi frá störfum og réttur til launagreiðslna meðan á orlofinu stendur.

Orlofsréttindi launafólks eru tryggð með orlofslögum og kjarasamningum aðildarfélaga BHM. Sú meginregla gildir að lögin rýra ekki víðtækari og hagkvæmari orlofsrétt samkvæmt öðrum lögum, samningum eða venjum. Það felur í sér að kveði t.d. kjarasamningur á um betri orlofsrétt en lögin kveða á um þá gildir kjarasamningurinn. Samningur sem kveður á um lakari rétt en lögin er hins vegar ógildur.

Orlofslög kveða á um rétt og skyldu starfsfólks til að taka sér árlegt frí frá störfum sem það nýtir í hvíld og endurnæringu. Í því felst bæði réttur til að taka leyfi frá störfum og réttur til launagreiðslna meðan á orlofinu stendur.

Fyrirkomulag orlofstöku á hverjum vinnustað er ákveðin að höfðu samráði við starfsfólk.

Sjá nánar um orlofsréttindi hjá ríki og sveitarfélögum og á hinum almenna vinnumarkaði.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt