Líkamsrækt
Félagar fá allt að 25.000 króna styrk vegna líkamsræktar og íþróttaiðkunar.
Krabbameinsleit og áhættumat
Félagar fá allt að 20.000 króna styrk vegna krabbameinsleitar og áhættumats vegna hjartasjúkdóma.
Meðferð á líkama og sál
Félagar fá allt að 75.000 króna styrk vegna meðferðar hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni.
Heyrnartæki
Greitt er 80% af útlögðum kostnaði til kaupa á heyrnartækjum. Hámarksstyrkur er 145.000 krónur.
Dánarbætur
Greiddar eru allt að 350.000 krónur í dánarbætur vegna fráfalls félaga í sjóðnum.
Fæðingarstyrkur
Félagar fá 100.000 króna styrk vegna fæðingar hvers barns.
Tæknifrjóvgun
Félagar fá allt að 125.000 króna styrk vegna tæknifrjóvgunar.
Starfstengd áföll eða starfslok
Félagar fá allt að 55.000 króna styrk til að vinna úr starfstengdum áföllum.
Ættleiðing
Félagar fá allt að 170.000 króna styrk vegna ættleiðingar barns.
Sjúkradagpeningar
Félagar fá sjúkradagpeninga vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sem nema 80% af grunni inngreiðslna síðastliðna fjóra mánuði fyrir óvinnufærni.