Að­ild­ar­fé­lög

Í BHM eru 24 aðildarfélög og yfir 18 þúsund félagar sem hafa margvíslegan bakgrunn, menntun og þekkingu. Við tökum á móti launafólki, atvinnurekendum og sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Hjá okkur eru félagar bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði. Við hjálpum þér að finna þitt félag í BHM.

Misjafnt er hvernig nemaaðild er háttað hjá þeim félögum sem bjóða slíka aðild. Áhugasömum nemum er bent á að hafa samband beint við aðildarfélögin til að fá upplýsingar og/eða óska eftir nemaaðild að félagi.

Dýralæknafélag Íslands

Fag- og stéttarfélag dýralækna.

Félag akademískra starfsmanna við Háskólann í Reykjavík (FAST)

Stéttarfélag starfsmanna Háskólans í Reykjavík og stofnana hans, sem hafa háskólapróf eða aðra sambærilega menntun.

Félag geislafræðinga

Fag- og stéttarfélag geislafræðinga.

Félag háskólakennara

Félag háskólakennara er stéttarfélag starfsmanna Háskóla Íslands og tengdra stofnana sem lokið hafa háskólaprófi.

Félag háskólakennara á Akureyri

FHA er félag starfsmanna Háskólans á Akureyri og tengdra stofnana sem lokið hafa háskólaprófi.

Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS)

Félag starfsmanna Stjórnarráðsins og fjársýslu ríkisins sem lokið hafa háskólaprófi, sé starfið aðalstarf.

Félag íslenskra hljómlistarmanna

FÍH er fag- og stéttarfélag atvinnuhljómlistarmanna á Íslandi.

Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum 

FÍL er fag- hagsmuna- og stéttarfélag leikara, dansara, söngvara og leikmynda- og búningahöfunda.

Félag íslenskra náttúrufræðinga

FÍN er stéttarfélag opið öllu háskólafólki óháð menntun og starfsvettvangi.

Félag leikstjóra á Íslandi

FLÍ er fag- og stéttarfélag leikstjóra á Íslandi.

Félag lífeindafræðinga

Fag- og stéttarfélag lífeindafræðinga.

Félag prófessora við ríkisháskóla

Stéttarfélag prófessora sem starfa við íslenska ríkisháskóla, þ.e. Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla-Háskólann á Hólum.

Félag sjúkraþjálfara

Fag- og stéttarfélag sjúkraþjálfara sem starfa samkvæmt starfsleyfi frá landlækni.

Félagsráðgjafafélag Íslands

Fag- og stéttarfélag félagsráðgjafa með starfsleyfi á Íslandi.

Iðjuþjálfafélag Íslands

Fag- og stéttarfélag iðjuþjálfa.

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

KVH er kjarafélag fólks sem hefur lokið viðurkenndu prófi í viðskiptafræði eða hagfræði.

Ljósmæðrafélag Íslands

Fag- og stéttarfélag ljósmæðra.

Prestafélag Íslands

Fag- og stéttarfélag presta og guðfræðinga innan Þjóðkirkjunnar.

Rithöfundasamband Íslands

Bandalag skrifandi stétta.

Sálfræðingafélag Íslands

Fag- og stéttarfélag sálfræðinga sem hafa starfsleyfi frá landlækni.

Stéttarfélag lögfræðinga

Stéttarfélag þeirra sem lokið hafa a.m.k BS-gráðu lögfræði.

Tannlæknafélag Íslands

Fagfélag þeirra sem lokið hafa kandídatsprófi í tannlækningum og hafa löggilt starfsleyfi landlæknis.

Viska

Stéttarfélag háskólamenntaðra óháð starfsvettvangi eða sérhæfingu.

Þroskaþjálfafélag Íslands

Fag- og stéttarfélag þroskaþjálfa sem hafa starfsleyfi frá landlækni.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt