Misjafnt er hvernig nemaaðild er háttað hjá þeim félögum sem bjóða slíka aðild. Áhugasömum nemum er bent á að hafa samband beint við aðildarfélögin til að fá upplýsingar og/eða óska eftir nemaaðild að félagi.
Félag akademískra starfsmanna við Háskólann í Reykjavík (FAST)
Stéttarfélag starfsmanna Háskólans í Reykjavík og stofnana hans, sem hafa háskólapróf eða aðra sambærilega menntun.
Félag geislafræðinga
Fag- og stéttarfélag geislafræðinga.
Félag háskólakennara á Akureyri
FHA er félag starfsmanna Háskólans á Akureyri og tengdra stofnana sem lokið hafa háskólaprófi.
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS)
Félag starfsmanna Stjórnarráðsins og fjársýslu ríkisins sem lokið hafa háskólaprófi, sé starfið aðalstarf.
Félag íslenskra hljómlistarmanna
FÍH er fag- og stéttarfélag atvinnuhljómlistarmanna á Íslandi.
Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
FÍL er fag- hagsmuna- og stéttarfélag leikara, dansara, söngvara og leikmynda- og búningahöfunda.
Félag íslenskra náttúrufræðinga
FÍN er stéttarfélag opið öllu háskólafólki óháð menntun og starfsvettvangi.
Félag leikstjóra á Íslandi
FLÍ er fag- og stéttarfélag leikstjóra á Íslandi.
Félag lífeindafræðinga
Fag- og stéttarfélag lífeindafræðinga.
Félag prófessora við ríkisháskóla
Stéttarfélag prófessora sem starfa við íslenska ríkisháskóla, þ.e. Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla-Háskólann á Hólum.
Félag sjúkraþjálfara
Fag- og stéttarfélag sjúkraþjálfara sem starfa samkvæmt starfsleyfi frá landlækni.
Félagsráðgjafafélag Íslands
Fag- og stéttarfélag félagsráðgjafa með starfsleyfi á Íslandi.
Iðjuþjálfafélag Íslands
Fag- og stéttarfélag iðjuþjálfa.
Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
KVH er kjarafélag fólks sem hefur lokið viðurkenndu prófi í viðskiptafræði eða hagfræði.
Ljósmæðrafélag Íslands
Fag- og stéttarfélag ljósmæðra.
Prestafélag Íslands
Fag- og stéttarfélag presta og guðfræðinga innan Þjóðkirkjunnar.
Sálfræðingafélag Íslands
Fag- og stéttarfélag sálfræðinga sem hafa starfsleyfi frá landlækni.
Stéttarfélag lögfræðinga
Stéttarfélag þeirra sem lokið hafa a.m.k BS-gráðu lögfræði.
Tannlæknafélag Íslands
Fagfélag þeirra sem lokið hafa kandídatsprófi í tannlækningum og hafa löggilt starfsleyfi landlæknis.
Viska
Stéttarfélag háskólamenntaðra óháð starfsvettvangi eða sérhæfingu.
Þroskaþjálfafélag Íslands
Fag- og stéttarfélag þroskaþjálfa sem hafa starfsleyfi frá landlækni.