Húsnæðismál
Húsnæðisöryggi er forsenda þess að háskólamenntað fólk geti starfað, blómstrað og tekið þátt í samfélaginu. Efnahagsleg staða ungs fólks og þeirra sem koma seint inn á vinnumarkað er í mörgum tilvikum óviðunandi – háar skuldir vegna námslána, hár leigukostnaður og erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði gera fyrstu skrefin að eignamyndun og fjárhagslegu öryggi afar erfið.