Al­menn­ur mark­að­ur

Margir stjórnendur og sérfræðingar á almennum markaði hafa alla jafna töluvert svigrúm til að skipuleggja vinnutíma sinn og eru fyrst og fremst ráðnir til að sinna tilteknum verkefnum og fá fyrir það föst mánaðarlaun. Yfirvinna er oft innifalin í mánaðarlaunum og/eða vinnutími sveigjanlegur. Þegar þetta á við er rétt að vinnuveitendur og starfsfólk eigi samtal um bætta nýtingu vinnutíma gegn styttri viðveru svo koma megi betur á jafnvægi milli vinnu- og einkalífs.

BHM samdi um styttingu vinnuvikunnar við SA í janúar 2021. Í samningnum kemur fram að:

  • Virkur vinnutími miðað við fullt starf verður 35,5 stundir að meðaltali á viku (35klst. og 30mín.). Virkur vinnutími telst sá tími sem starfsmaður er við störf. Neysluhlé og hádegishlé teljast ekki til virks vinnutíma.
  • Vinnutímastytting kemur einungis til framkvæmda þar sem virkur vinnutími (sá tími sem starfsmaður er við störf) er lengri en 35,5 stundir að jafnaði á viku. Neysluhlé og önnur hlé frá vinnu vegna ýmiss konar persónulegra erinda teljast ekki til virks vinnutíma í þessu sambandi.

    Framkvæmd styttingarinnar er samkomulag félagsmanna og vinnuveitanda á hverjum vinnustað fyrir sig. Hægt er að stytta vinnuvikuna t.d. með því að:
  • Stytta hvern dag.
  • Stytta einn dag í hverri viku.
  • Safna upp styttingu innan árs.

Samtal um betri vinnutíma

Umbótasamtal er mikilvægur hluti innleiðingar betri vinnutíma á vinnustöðum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt