Almennur markaður
Margir stjórnendur og sérfræðingar á almennum markaði hafa alla jafna töluvert svigrúm til að skipuleggja vinnutíma sinn og eru fyrst og fremst ráðnir til að sinna tilteknum verkefnum og fá fyrir það föst mánaðarlaun. Yfirvinna er oft innifalin í mánaðarlaunum og/eða vinnutími sveigjanlegur. Þegar þetta á við er rétt að vinnuveitendur og starfsfólk eigi samtal um bætta nýtingu vinnutíma gegn styttri viðveru svo koma megi betur á jafnvægi milli vinnu- og einkalífs.