Úr stefnu BHM í umhverfismálum
Sjálfbær þróun er lykillinn að viðbragði við umhverfis- og loftslagsbreytingum. Sem samfélag þurfum við að geta svarað því hvernig við notum nýjungar og tæknilausnir á skilvirkan hátt til að mæta áskorunum.
BHM telur að stórefla þurfi rannsóknir og þróun á sviði sjálfbærni, ná fram breytingum á neyslumynstri og lífsháttum ásamt að endurbæta framleiðsluferla.
Viðbrögð við áskorunum í umhverfis- og loftslagsmálum hafa grundvallarbreytingar í för með sér á vinnumarkaði, til dæmis varðandi starfsframboð og hvernig þeim störfum er sinnt. Háskólafólk gegnir mikilvægu hlutverki við þessar breytingar og BHM þarf að vera þátttakandi í stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda sem snýr að þeim, meðal annars um réttlát umskipti. Enn fremur þarf bandalagið að eiga fulltrúa í loftslagsráði.
Háskólamenntun er nauðsynleg til að leiða okkur inn í nýja framtíð þar sem brugðist er við áskorunum í umhverfis- og loftslagsmálum. BHM mun nú sem fyrr standa vörð um virði menntunar og rannsókna og leggja þannig lóð á vogarskálarnar í baráttunni.
Græn umskipti
Formaður BHM tók þátt í fundi norrænna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem fram fór í Hörpu 1. desember 2023. Þá hafði undirbúningsfundur verið haldinn á Nordica í samstarfi við ASÍ og BSRB.