Guide to Europe er nýr samstarfsaðili OBHM

Nú geta sjóðfélagar Orlofssjóðs BHM nýtt ferðaávísanir, sem fást keyptar á orlofsvef, upp í greiðslu ferða hjá ferðaskrifstofunni Guide to Europe. Þá býður ferðaskrifstofan félagsfólki BHM sérstök vildarkjör í formi inneignar og afsláttar af ferðum.

Guide to Europe býður upp á ferðir um alla Evrópu og eru í samstarfi við alla helstu ferðaþjónustuaðila í álfunni. Sjóðfélagar OBHM finna leiðbeiningar um kaup á ferðaávísun og nýtingu inn á vef Orlofssjóðsins. Hámarksupphæð niðurgreiðslu á ferðaávísun er kr. 25.000,-.

Þá býður ferðaskrifstofan félagsfólki BHM sérstök vildarkjör. Til að komast í tengill með afsláttarkjörum þarf félagsfólk að skrá sig inn á orlofsvefinn og fara í Afslættir og þaðan í Afþreying og frístundir. Ekki er hægt að nýta afslátt og ferðaávísun samtímis við kaup á Evrópuferð en tengilinn er virkur til 1. janúar 2026. Hámarksinneign er kr. 74.354,- og hægt er að nýta 15% afslátt í hverri keyptri ferð.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt