Leigjendur orlofskosta í Reykjavík beðnir um að falla frá leigu

Orlofssjóður BHM biðlar til fólks sem hefur tekið orlofskost í Reykjavík á leigu hjá sjóðnum að falla frá leigu hið fyrsta. Vegna jarðhræringa og yfirvofandi eldgoss á Reykjanesi hafa stjórnvöld leitað til orlofssjóða eftir aðstoð við útvegun húsnæðis fyrir Grindvíkinga sem neyddust til að yfirgefa hús sín nýliðna helgi.

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að verða við þessari ósk og ljóst er að veita þarf aðstoð strax. Í fyrstu verður kappkostað við að losa orlofskosti sjóðsins í Reykjavík en meta þarf þörf á húsnæði á öðrum svæðum. Leigjendur orlofskosta eru beðnir um að taka vel í beiðni Orlofssjóðs sem kunna að berast á síðari stigum.

Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og Rauða krossinn sem hafa fengið það verkefni að útvega húsnæði fyrir íbúa Grindavíkur á meðan þeim er óheimilt að snúa til síns heima.

Þeir sem eru með orlofskost í Reykjavík á leigu eru beðnir um að afbóka með því að senda tölvupóst á netfangið sjodir@bhm.is við fyrsta tækifæri.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt