Í tilefni dagsins - 24.10.2024
Heildarsamtök launafólks ásamt fjölda kraftmikilla félagasamtaka kvenna og hinsegin fólks hafa verið óþreytandi í baráttunni og eru enn. Nægir að nefna kvennaverkfallið 24. október 2023 til marks um að sífellt bætist í hóp þeirra sem taka virkan þátt og sýna sig á vettvangi baráttunnar. Nú er hafinn undirbúningur afmælisárs kvennafrídagsins 2025 þegar liðin verða 50 ár frá þessum merkisdegi. Stéttarfélög háskólamenntaðra sem tilheyra BHM hafa lagt hönd á plóg í baráttunni. Bandalagið á aðild að hópnum sem stóð að kvennaverkfallinu 2023 og sem undirbýr nú aðgerðir afmælisársins.