Mannréttindabrot verða ekki liðin
Heildarsamtök launafólks styðja yfirlýsingu Samtakanna 78 og hvetja stjórnvöld til að taka afgerandi afstöðu gegn nýrri tilskipun Bandaríkjaforseta um tvö kyn. Með tilskipuninni afneitar forsetinn tilvist trans og intersex fólks og gerir réttindi þeirra að engu. Mikilvægt er að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri á alþjóðavettvangi og standa um leið undir þeim væntingum sem jafnréttissinnar um allan heim bera til Íslands. Skerðing mannréttinda og mannréttindabrot verða ekki liðin. Þögnin er ekki hlutlaus.