Nefndir og ráð
Innan BHM starfa ýmsar nefndir og ráð sem halda utan um greiningar og umræðu. Fastanefndir BHM eru þrjár; Kjaranefnd, Jafnréttisnefnd og Lífeyris- og lánanefnd og er þeim ætlað að fylgja eftir stefnumótun aðalfundar.
Í BHM starfar formannaráð sem fer með æðsta vald í málefnum bandalagsins milli aðalfunda og kemur saman fjórum sinnum á ári hið minnsta. Formenn og varaformenn aðildarfélaga BHM eiga sæti í formannaráði, auk þess sem framkvæmdastjóri BHM situr fundi ráðsins og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
Formannaráð veitir framkvæmdastjórn aðhald og veitir henni umboð til daglegs starfs á grundvelli stefnu sem mótuð er á stefnumótunarþingum og samþykktum á aðalfundum. Formannaráði ber að huga að stærri og stefnumótandi ákvörðunum til fyllingar daglegri ákvarðanatöku sem er hlutverk framkvæmdastjórnar.
Formannaráð setur fastanefndum erindisbréf. Fastanefndir BHM eru þrjár, Kjaranefnd, Jafnréttisnefnd og Lífeyris- og lánanefnd.