Stönd­um með þol­end­um á vinnu­mark­aði

Stuðningur við þolendur kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis

Allt fólk á vinnumarkaði á rétt á öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi. Atvinnurekendur eru ábyrgir fyrir því. Hlutverk stéttarfélaga er hins vegar að veita þolendum ráðgjöf og stuðning.

Kynferðisleg og kynbundin áreitni og ofbeldi er alvarleg ógn við öryggi og heilsu starfsfólks og mikilvægt að vinnustaðir leggi áherslu á forvarnir og aðgerðir gegn slíkri hegðun.

Heildarsamtök launafólks á Íslandi og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa tekið höndum saman og unnið bæði leiðbeiningar fyrir starfsfólk stéttarfélaga vegna móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis sem og greinagóðar upplýsingar fyrir þolendur.

Þolendur leita til síns stéttarfélags til að fá stuðning og ráðgjöf er varðar réttindi, lög og reglur. Fulls trúnaðar er gætt. Fulltrúi stéttarfélagsins getur síðan beint þolanda áfram til VIRK í vegvísissamtal eða önnur viðeigandi úrræði eftir þörfum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt