Fræðsla á veg­um BHM

BHM býður trúnaðarmönnum, starfsfólki og félagsfólki aðildarfélaga upp á fræðslu og námskeið sem efla þekkingu þeirra á réttindamálum á vinnumarkaði.

Skipulag og samstarfsaðilar

Fræðsla og námskeið á vegum BHM er skipulögð með ýmsu móti og í samstarfi við aðra aðila eftir því sem aðstæður leyfa. Námskeið eru haldin í húsnæði BHM Borgartúni 27 Reykjavík. Einnig er leitast við að bjóða upp á rafræn námskeið eins og því verður við komið, auk þess sem málþing eru haldin um ákveðin mál.

Starfsþróunarsetur háskólamanna, f.h. BHM, og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem fólki í aðildarfélögum BHM býðst að sækja tíu námskeið hjá Endurmenntun HÍ, þeim að kostnaðarlausu.

BHM á einnig í samstarfi við Akademias.

Helstu markmið með fræðslu BHM

Félagsfólk

  • Að upplýsa um vinnumarkaðstengd málefni, lög og reglur sem varða réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda. Það felur einnig í sér framboð á fræðslu sem miðar að því að jafna stöðu minnihlutahópa innan BHM (s.s. fatlaðra, blindra, heyrnaskertra, fólks af erlendum uppruna) á við aðra félagsmenn, með t.d. fræðslu um réttindi þeirra og jafnt aðgengi.
  • Að bjóða upp á námskeið eða fyrirlestra sem efla félagsmenn í starfi almennt, s.s. með fræðslu um samskipti á vinnustað, jafnrétti, einelti og áreitni, verkefnastjórnun, notkun algengra tölvuforrita o.s.frv.

Trúnaðarmannafræðsla

  • Að veita trúnaðarmönnum ítarlega fræðslu um réttindi og skyldur trúnaðarmanna, starfsfólks og atvinnurekenda.
  • Að trúnaðarmenn þekki betur en almennt gerist til allra réttindatengdra mála á vinnumarkaði, viti hvert á að snúa sér vegna mála sem upp koma á vinnustað og hvar á að að leita viðeigandi upplýsinga.

Starfsfólk aðildarfélaga BHM

  • Að bjóða upp á fræðslu sem styrkir starfsfólk í sínum stéttarfélagsstörfum, s.s. hagfræðilegar greiningar og hagtölur, lagalega þætti, námskeið um undirbúning kjaraviðræðna og samningatækni eða annað sem nýtist í kjaraviðræðum.
  • Að bjóða upp á fræðslu tengda þjónustu við félagsmenn, s.s. námskeið um samskipti, sáttamiðlun, upplýsinga- og kynningarmál o.fl.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt