Hvernig á að senda inn skilagreinar?
Launagreiðendur þurfa að senda upplýsingar um iðgjöld til aðildarfélag og sjóða með reglubundnum hætti.
Launagreiðendum ber að senda inn skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum fyrir hvern launþega merkt réttu stéttarfélagsnúmeri til innheimtu BHM, fyrir gjalddaga eða 15. dag hvers mánaðar.
Kröfur stofnast í netbanka þegar skilagrein hefur borist nema óskað hafi verið eftir öðrum greiðslumáta eða ef ávallt hefur verið millifært. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags. Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar.
BHM óskar eftir að fá allar skilagreinar sendar með rafrænum hætti.