Kjaragliðnun milli eigenda fjármagns og launafólks
Í nýrri umsögn BHM um fjárlög 2023 er fjallað um kjaragliðnun milli launafólks og fjármagnseigenda á áratugnum 2011-2021 í samhengi við áskoranir á ári kjarasamninga. Stjórnvöld standa frammi fyrir tveimur stórum verkefnum á árinu 2023. Annars vegar að koma böndum á verðbólguna með fjölþættum aðgerðum og hins vegar stuðla að kaupmáttaraukningu á næsta kjarasamningstímabili.