27. nóvember 2023
Atvinnulífsfundur Reykjavíkur var haldinn í fyrsta sinn í síðustu viku. Auk þess að setja kraft í innviðauppbyggingu voru fundarmenn sammála um setja þyrfti fram skýra sameiginlega framtíðarsýn, auka stuðning við nýsköpun og efla klasastarf

Þátttakendur í atvinnulífsfundinum í Höfða; fulltrúar verkalýðsfélaga, háskóla, klasa, atvinnulífs og Reykjavíkurborgar
Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM tók þátt í atvinnulífsfundi Reykjavíkur fyrir hönd bandalagsins, en fundurinn var haldinn í fyrsta sinn 22. nóvember sl. Að sögn Kolbrúnar var fólk sammála um að forgangsraða þyrfti í þágu uppbyggingar innviða og voru húsnæðismál og almenningssamgöngur sérstaklega nefnd. Byggt var á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og farið eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,” segir Kolbrún.
Að áliti fundarmanna þarf að setja aukinn kraft í innviðauppbyggingu, setja fram sameiginlega og skýra framtíðarsýn, auka stuðning við nýsköpun og efla klasasamstarf.

