Gagnrýna samráðsleysi við heildarsamtök launafólks

Í sameiginlegri umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaráætlun í loftlagsmálum gagnrýna BHM, ASÍ, BSRB og KÍ stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi við heildarsamtök launafólks.

BHM, ASÍ, BSRB og KÍ hafa sent frá sér sameiginlega umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Í henni segir að samráðs- og aðgerðarleysi stjórnvalda við að meta áhrif loftlagsaðgerða á lífskjör, velferð og jöfnuð og móta loftlagsaðgerðir með tilliti til réttlátra umskipta gangi þvert á viljayfirlýsingu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins frá fundi aðilanna á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar um græn umskipti í desember 2023.

Frá ráðstefnu um réttlát umskipti í Hörpu í desember 2023. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM í pallborði. Ljósm. Eyþór Árnason/Norden.org

„Í viljayfirlýsingunni ítreka aðilarnir að réttlát umskipti séu lykilinn að því að uppfylla markmið og skuldbindingar Parísarsáttmálans og að réttlát umskipti eigi að vera leiðarljósið í allri stefnumótun og aðgerðum“, segir í umsögn. Þá árétta heildarsamtökin að nauðsynlegt sé að ráðast í markvissar aðgerðir án tafar svo ekki verði grafið varanlega undan velferð og lífskjörum í samfélögum um alla jörð.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt