Gagnrýna samráðsleysi við heildarsamtök launafólks
BHM, ASÍ, BSRB og KÍ hafa sent frá sér sameiginlega umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Í henni segir að samráðs- og aðgerðarleysi stjórnvalda við að meta áhrif loftlagsaðgerða á lífskjör, velferð og jöfnuð og móta loftlagsaðgerðir með tilliti til réttlátra umskipta gangi þvert á viljayfirlýsingu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins frá fundi aðilanna á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar um græn umskipti í desember 2023.