Formenn norrænna heildarsamtaka háskólmenntaðra funda

Formenn og framkvæmdastjórar heildarsamtaka háskólamenntaðra á Norðurlöndum hittust á árlegum samráðsfundi á Grand Hóteli í Reykjavík í dag. Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál samtakanna. Þar bar hæst staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði, breytingar á aldurssamsetningu á vinnumarkaði m.t.t. lífeyrisréttinda og þróun mála á hinum pólitíska vettvangi í löndunum.

Á myndinni eru f.v. Bengt Holmen framkvæmdastjóri Akademikerne í Noregi, Gunnlaugur Briem varaformaður BHM, Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM, Göran Arrius formaður Saco í Svíþjóð, Gissur Kolbeinsson framkvæmdastjóri BHM, Lisbet Lintz formaður Akademikerne í Danmörku, Ville Kopra vinnumarkaðsstjóri hjá Akava í Finnlandi, Lise Lyngsnes Randeberg formaður Akademikerna í Noregi, Sofie Nilsson framkvæmdastjóri Akademikerne í Danmörku, Mari Ternbo framkvæmdastjóri Saco í Svíþjóð.

Fundurinn var haldinn í framhaldi af ráðstefnu sem samtökin skiptast á um að halda og var í ár hýst af BHM. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var tengt málefnum gervigreindar og þeirri spurningu varpað fram hvort háskólamenntaðir sérfræðingar á vinnumarkaði væru í raun tilbúnir undir notkun gervigreindar á vinnustöðum. Ýmis brýn álitamál tengd gervigreind bar á góma og voru þátttakendur sammála um mikilvægi þess að samtökin vöktuðu áfram þróun gervigreindar með markvissum hætti.

Heildarsamtökin sem um ræðir eru auk BHM, Akademikerne í Danmörku, Akademikerne í Noregi, Akava í Finnlandi og Saco í Svíþjóð. Samanlagður fjöldi félagsfólks undir hatti þessara samtaka er um 2,5 milljónir háskólamenntaðra stétta.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt