Reglubreytingar hjá Sjúkrasjóði BHM

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM samþykkti á fundi sínum 19. júní sl. reglubreytingar í þremur liðum. Breytingarnar taka gildi 1. júlí nk.

Vert er að vekja athygli á því að ekki er hægt að sækja um greiðslur afturvirkt í þeim tilfellum þar sem hámarksupphæð hefur hækkað.

1. Hámarksupphæð sjúkradagpeninga fer úr kr. 713.000,- á mánuði í kr. 950.000,- á mánuði.

2. Heildarlaun að upphæð kr. 500.000,- og yfir veita rétt á fullum styrk úr sjóðnum. Upphæðin var áður kr. 300.000 kr. Heildarlaun undir 500.000 kr. veita rétt á hálfum styrk úr sjóðnum.

3. Viðbótargrein sem bætt var við í úthlutunarreglurnar, gr. 3.g.b.: „Of- eða vangreiðsla. Hafi of- eða vangreiðsla átt sér stað áskilur Sjúkrasjóður BHM sér þann rétt að leiðrétta þau mistök eins fljótt og auðið er. Annað hvort með því að greiða sjóðfélaga mismun á styrktarupphæð ef um er að ræða vangreiðslu, eða þá með því að krefja sjóðfélaga um endurgreiðslu á styrk, eða hluta af styrk, ef um ofgreiðslu er að ræða.

Þá áskilur Sjúkrasjóður BHM sér einnig þann rétt að krefja sjóðfélaga um endurgreiðslu styrks ef viðkomandi átti sannanlega ekki rétt á styrkveitingu.“

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt