Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna sem taka til einstaklinga

Reglubreytingarnar taka til úthlutunar styrkja til einstaklinga og gilda frá og með 8. nóvember 2024. Allar umsóknir sem berast Starfsþróunarsetri frá þeim tíma munu taka mið af nýjum úthlutunarreglum.

Helstu breytingarnar eru þær að hækkun hefur orðið á styrk vegna fasts ferðakostnaðar innanlands.

Þá eru möguleikar á styrkjum orðnir fleiri. Nú er hægt að sækja um styrk vegna starfslokanámskeiða, kostnaðar við birtingu rannsóknagreina á vegum einstaklings í ritrýndum tímaritum eða á veggspjöldum. Einnig verður hægt að sækja um styrk fyrir árgjaldi vegna aðildar að einu fagfélagi á fagsviði viðkomandi sem veitir m.a. aðgang að stafrænu fræðslusamfélagi og áskrifta að fagtímaritum sem eru ekki hluti af Landsaðgangi og eru á fagsviði viðkomandi.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt