Reglubreytingar hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna

Reglubreytingarnar taka til úthlutunar styrkja til stofnana, sveitarfélaga, sjálfseignastofnana og aðildarfélaga og gilda frá hádegi 4. nóvember 2024. Allar umsóknir sem berast Starfsþróunarseti frá þeim tíma munu taka mið af nýjum úthlutunarreglum.

Stofnanir, sveitarfélög, sjálfseignarstofnanir og aðildarfélög eru nú öll saman í einum kafla í nýjum úthlutunarreglum. Þá hefur orðið viðbót í möguleikum á styrkum. Hægt verður að sækja um vegna faghandleiðslu til eflingar í starfi og markþjálfun (ICF vottun).

Breytingar hafa einnig orðið á ferðakostnaði og styrkupphæð vegna verkefna sem fara fram erlendis. Styrkupphæð vegna slíkra verkefna geta að hámarki numið 85% af heildarkostnaði.

Reglubreytingar vegna einstaklinga sem aðild hafa að Starfsþróunarsetrinu munu verða birtar á næstunni og tilkynntar með sama hætti.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt