Per­sónu­vernd­ar­yf­ir­lýs­ing vegna um­sóknar um starf hjá BHM

Varðandi starfsumsókn þína hjá BHM (hér eftir einnig vísað til sem „bandalagið“ eða „við“ ) mun BHM, sem ábyrgðaraðili, safna og vinna með persónugreinanlegar upplýsingar þínar í þeim tilgangi sem tilgreindur er hér að neðan. Öflug persónuvernd er BHM kappsmál og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi þín og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 (hér eftir „persónuverndarlög“).

Vegna þessa viljum við vinsamlegast biðja þig um að fara vel yfir eftirfarandi texta til að skilja hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar.

Hvaða upplýsingum söfnum við um þig og í hvaða tilgangi?

Við söfnum og vinnum eftirfarandi persónuupplýsingar til þess að meðhöndla umsókn þína og meta hæfni þína til þess starfs sem um ræðir hverju sinni. Almennt er unnið með eftirfarandi flokka persónuupplýsinga í framangreindum tilgangi:

  • Samskiptaupplýsingar, t.d. nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og samskiptasaga.
  • Upplýsingar úr umsóknarferli, t.d. starfsumsókn, upplýsingar um fyrri atvinnu og menntun og aðrar upplýsingar sem koma fram í ferilskrá, prófskírteini, ljósmynd og aðrar upplýsingar sem þú kýst að gefa upp, s.s. um fjölskylduhagi og/eða áhugamál.
  • Upplýsingar um þig frá meðmælendum sem þú gefur upp í tengslum við starfsfumsókn.
  • Upplýsingar úr starfsviðtölum eða öðrum gögnum sem verða til í ráðningarferlinu.
  • Eftir atvikum, upplýsingar sem þriðji aðili býr yfir um þig ef þú ákveður að tengja slík gögn við starfsumsókn þína, s.s. af samfélagsmiðlum eins og LinkedIn.

Ef til þess kemur að BHM muni bjóða þér starf kann bandalagið að óska eftir afriti sakavottorðs, sem getur innihaldið upplýsingar um refsiverða háttsemi þína.

Þá vinnum við sömuleiðis persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að útbúa ráðningarsamning ef til ráðningar kemur, s.s. upplýsingar um bankareikning, stéttarfélagsaðild, lífeyrissjóðsaðild og séreignarsjóðsaðild.

Hvaðan fáum við upplýsingar um þig?

BHM safnar fyrst og fremst persónuupplýsingum um þig frá þér sjálfum, þegar þú sækir um starf hjá okkur. Eftir atvikum safnar bandalagið persónuupplýsingum um þig frá umsagnaraðilum sem þú bendir okkur á.

Verði af ráðningu munum við afla frekari persónuupplýsinga á starfstíma þínum hjá bandalaginu í tengslum við störf þín.

Hvaða heimild byggist vinnsla persónuupplýsinga á?

Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga þinna fer fram þar sem hún er nauðsynleg til að gera eða efna samning milli þín og bandalagsins eða í þeim tilvikum er þú hefur veitt afdráttarlaust samþykki fyrir vinnslunni í samræmi við 1. og 2. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga.

Með hverjum deilum við persónupplýsingum þínum og af hverju?

BHM afhendir ekki persónuupplýsingar um þig til utanaðkomandi aðila nema á grundvelli lagaheimildar, stjórnvaldsfyrirmæla, dómsúrskurðar, skriflegs vinnslusamnings eða á grundvelli samþykkis þíns.

BHM kann að vera nauðsynlegt að afhenda persónuupplýsingar um þig til ráðningarskrifstofu, ráðgjafa, verktaka og annarra þriðju aðila vegna vinnu þeirra fyrir bandalagið í tengslum við umsóknarferlið. Einnig gæti persónuupplýsingum verið miðlað til þriðju aðila sem veita okkur upplýsingatækniþjónustu og aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er hluti af rekstri BHM. Vinnslusamningur við viðkomandi aðila liggur að baki slíkri miðlun.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar um þig?

BHM mun leitast við að varðveita aðeins persónuupplýsingar eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé skylt samkvæmt lögum. Umsóknir eru að jafnaði varðveittar í sex mánuði nema þær séu afturkallaðar fyrr eða starfsumsækjandi hafi veitt sérstakt samþykki fyrir lengri varðveislutíma.

Sjálfvirk ákvarðanataka

BHM tekur ekki sjálfvirka ákvörðun eða vinnur persónusnið um umsækjendur bandalagsins á sjálfvirkan hátt, þar sem persónuupplýsingar eru notaðar s.s. til að meta ákveðna þætti er varða hag einstaklinga eða til að greina eða spá fyrir um þætti er varða atriði eins og áreiðanleika eða hegðun. Ef til þess kemur mun BHM veita fræðslu þar um, s.s. með uppfærslu persónuverndaryfirlýsingar þessarar.

Öryggi persónuupplýsinga þinna

BHM leggur ríka áherslu á að tryggja öryggi persónuupplýsinga á öllum stigum vinnslu innan bandalagsins með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum. Þessum ráðstöfunum er ætlað að koma í veg fyrir mannleg mistök, þjófnað, svik og vernda persónuupplýsingar gegn óleyfilegum aðgangi, glötun, eyðileggingu, breytingum fyrir slysni og ólögmætri notkun.

Komi upp öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga þar sem staðfest er eða grunur leikur á um að persónuupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila er Persónuvernd og eftir atvikum einstaklingum tilkynnt um öryggisbrest nema hann hafi ekki í för með sér mikla áhættu fyrir einstaklinga

Réttindi þín

Með fyrirvara um þau skilyrði sem nánar er fjallað um í gildandi löggjöf um persónuvernd, þá átt þú rétt á að:

  • fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar bandalagið hefur skráð um þig og uppruna þeirra, sem og upplýsingar um hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig,
  • fá aðgang að og afrit af öllum þeim persónuupplýsingum sem eru unnar um þig, standi hagsmunir annarra því ekki í vegi, s.s. vegna réttinda annarra sem skulu vega þyngra, eða óska eftir að þær séu sendar til þriðja aðila,
  • fá rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar þínar uppfærðar og leiðréttar, auk þess að lokað verði fyrir notkun þeirra eða þeim eytt, ef ekki er málefnaleg eða lagaleg skylda til að varðveita þær,
  • koma á framfæri andmælum ef þú vilt takmarka eða koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar séu unnar, s.s. þegar vinnsla persónuupplýsinga þinna byggir á lögmætum hagsmunum
  • fá upplýsingar um það hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, og þá á hvaða rökum slík ákvarðanataka er byggð og endurskoðun á sjálfvirkri ákvarðanatöku,
  • afturkalla samþykki þitt um að BHM megi safna, skrá, vinna eða geyma persónuupplýsingar þínar, þegar vinnsla byggist á þeirri heimild. Afturköllun samþykkis skal ekki hafa áhrif á lögmæti vinnslu á grundvelli samþykkis fram að afturkölluninni.

Viljir þú nýta rétt þinn getur þú sent skriflega beiðni á personuverndarfulltrui@bhm.is. Við munum staðfesta móttöku á beiðninni og að jafnaði bregðast við innan mánaðar frá móttöku beiðni. Verði ekki unnt að bregðast við innan mánaðar munum við tilkynna þér um töf á afgreiðslu innan mánaðar. Ekki er innheimt gjald þegar einstaklingar nýta rétt sinn í samræmi við ofangreint, nema í þeim tilvikum sem beiðni telst óhófleg eða augljóslega tilefnislaus.

Þú hefur einnig rétt til að leita til persónuverndarfulltrúa félagsins og/eða leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd teljir þú bandalagið ekki vinna persónuupplýsingar þínar í samræmi við persónuverndarlög. Upplýsingar um Persónuvernd má finna á heimasíðu þeirra, www.personuvernd.is

Frekari upplýsingar

Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúa BHM, í gegnum netfangið personuverndarfulltrui@bhm.is, ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við meðferð persónuupplýsinga hjá bandalaginu eða ef þú hefur ábendingar eða vilt nýta þér réttindi þín sem persónuverndarlög veita.

Endurskoðun og uppfærslur

BHM áskilur sér rétt til að endurskoða og persónuverndaryfirlýsingu þessa reglulega og uppfæra eftir þörfum. Síðast var yfirlýsingin uppfærð þann 20. ágúst 2024.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt