Ráðn­ing til starfa

Í BHM eru 24 aðildarfélög háskólamenntaðra einstaklinga

Félagsfólk í aðildarfélögum BHM vinnur fjölbreytt störf á öllum sviðum samfélagsins, hjá hinu opinbera og í fyrirtækjum á almennum markaði. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur BHM vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.

Ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins. Starfsmenn ríkisins eru að jafnaði um 21 þúsund talsins. Hlutfall þeirra starfsmanna ríkisins sem eru háskólamenntaðir hækkaði úr 56% í 64% frá árinu 2010 til ársins 2021, samkvæmt gögnum frá Fjársýslu ríkisins.

Hjá Reykjavíkurborg eru háskólamenntaðir sérfræðingar um 1.000 í hópi starfsmanna sem telur alls 10.000 einstaklinga.

Ráðning starfsfólks ríkisins og starfsfólks sveitarfélaga telst vera ákvörðun um rétt eða skyldu manna í merkingu stjórnsýslulaga.

Við ráðningar í störf hjá hinu opinbera ber stjórnvöldum því að fylgja stjórnsýslu­lögum og almennum grundvallarreglum í stjórnsýslurétti um undirbúning ráðningar og mat á hæfni umsækjenda. Þar á meðal er sú óskráða regla, sem m.a. hefur mótast af úrlausnum dómstóla, að ráða beri þann hæfasta úr hópi umsækjenda miðað við þær kröfur sem gerðar eru í lögum, ef við á, auglýsingu og þau sjónarmið sem sá sem ræður í starfið ákveður að byggja á, sbr. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10135/2019.

Um ráðningarmál starfsfólks á almennum vinnumarkaði gilda almenn ákvæði kjarasamninga um gerð ráðningarsamnings, ákvæði laga um bann við mismunun á grundvelli kyns eða annarra þátta, og önnur almenn ákvæði vinnulöggjafarinnar. Ekki er skylt að auglýsa störf á hinum almenna vinnumarkaði laus til umsóknar.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt