Jafnrétti fyrir öll
BHM berst fyrir jafnrétti og inngildingu fyrir öll háskólamenntuð á vinnumarkaði og í samræmi við stefnu BHM.
Jafnrétti og jafnræði eru sameiginlegur hagur allra. Í því felst meðal annars að öll hafi jöfn tækifæri til menntunar, atvinnuþátttöku og réttinda á vinnumarkaði, svo sem óháð kyni, stöðu og uppruna.
Ævitekjur og lífeyriskjör kvenna eru lakari en karla. Kynskiptur vinnumarkaður og rótgróin skekkja í verðmætamati starfa, þar sem hallar á hefðbundin kvennastörf, viðhalda þessari stöðu. BHM krefst þess að kynbundnum og öðrum ómálefnalegum mun á launum og lífeyriskjörum milli einstaklinga og hópa verði eytt.