Aðgengismál
Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2006 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks samþykktur. Íslensk stjórnvöld undirrituðu samninginn árið 2007 og var hann fullgiltur árið 2016. Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full mannréttindi fatlaðs fólks og grundvallarfrelsi þess.