Eru sérfræðingar reiðubúnir fyrir notkun gervigreindar á vinnustöðum?

BHM heldur ráðstefnu um gervigreind þann 16. september nk. þar sem varpað verður fram hvort sérfræðingar séu reiðubúnir fyrir notkun gervigreindar á vinnustöðum? Ráðstefnan er lokuð og ætluð stjórnendum heildarsamtaka háskólamenntaðra á Norðurlöndum ásamt sérfræðingum á skrifstofum samtakanna. Ráðstefnustjóri og stjórnandi pallborðs með formönnum heildarsamtakanna er Katrín Jakobsdóttir.

Tveir fyrirlesaranna verða frá Íslandi, þau Andri Snær Magnason rithöfundur og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Með Guðbjörgu verður doktorsnemi hennar, Dilys S. Quartey. Aðrir fyrirlesarar eru Johan Holm aðstoðarprófessor við lagadeild háskólans í Umeå, Nayla Glaise forseti Eurocrades, evrópskra heildarsamtaka sérfræðinga og stjórnenda, Simon Vinge, aðalhagfræðingur Akademikerförbundet í Svíþjóð og Natalia Giorgi sérfræðingur hjá ETUC, sambandi evrópskra stéttarfélaga.

Spjótum verður beint að áhrifum gervigreindar á velferð fólks og heilbrigði, skoðað hvernig gervigreind getur ýtt undir hlutdrægni og leitt til bjögunar í ráðningum starfsfólks, rætt um nauðsyn þess að tryggja gagnsæi í notkun algríms og ekki síst verður velt vöngum yfir hlutverki heildarsamtaka háskólamenntaðra í veruleika þar sem gervigreindin verður sífellt fyrirferðarmeiri. Ráðstefnugestir fá einnig sjónarhorn rithöfundar og listamanns á gervigreindina í nútímasamfélagi.

Heildarsamtökin sem standa að ráðstefnunni eru Akademikerne í Danmörk, Akademikerne í Noregi, Akava í Finnlandi og Saco í Svíþjóð, auk BHM. Samanlagt er fjöldi félagsfólks undir hatti þessarar samtaka um 2,5 milljón.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt