BHM auglýsir eftir kynningarstjóra
29. janúar 2025
BHM óskar eftir að ráða kynningarstjóra í fjölbreytt og líflegt starf. Kynningarstjóri gegnir lykilhlutverki innan BHM og ber ábyrgð á sýnileika bandalagsins í opinberri umræðu. Hann stýrir almannatengslum BHM og upplýsingamiðlun á vef- og samfélagsmiðlum. Auk þess annast kynningarstjóri viðburðastjórnun bandalagsins. Leitað er að aðila sem hefur ástríðu fyrir almannatengslum og reynslu af fjölbreyttri upplýsingamiðlun.
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar nk.
Umsóknir óskast sendar á www.hagvangur.is ásamt ferlisskrá og kynningarbréfi.
BHM er vinnustaður þar sem kynjajafnrétti er haft að leiðarljósi og því eru öll kyn hvött til að sækja um.