Bergið Headspace hlýtur jólastyrk BHM

Bergið Headspace hlýtur jólastyrk BHM árið 2024, að fjárhæð 500.000 kr. 

Bergið Headspace er stuðnings- og ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 12 – 25 ára. Þangað geta ungmenni sótt einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu, sem miðar að bættri líðan og aukinni virkni í lífi og starfi. Þjónustan er veitt af fagmenntaðu fólki félagsráðgjöfum og fjölskyldufræðingum og er ungmennunum að kostnaðarlausu. Starfsemin er að stærstum hluta fjármögnuð með frjálsum framlögum frá fyrirtækjum og almenningi en að hluta með styrk frá ríki. Á þessu ári hafa um 1000 ungmenni fengið stuðning frá Berginu en undanfarið hefur ásókn í þjónustuna aukist og því ljóst að eftirspurn er mikil eftir slíkri þjónustu.

Kolbrún Halldórsdóttur formaður BHM, Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins Headspace og Björg Kjartansdóttir framkvæmdastjóri BHM.

„Það er okkur hjá BHM sönn ánægja að styrkja starfsemi Bergsins Headspace og óskum við þeim velfarnaðar til allrar framtíðar í þeirra mikilvægu verkefnum“ sagði Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM við afhendingu styrksins í dag.“

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt