Félagsfólk fimm aðildarfélaga samþykkja samninga

Fimm aðildarfélög BHM gengu í liðinni viku til atkvæðagreiðslu um kjarasamninga sem gerðir höfðu verið við Reykjavíkurborg. Félagsfólk allra aðildarfélaganna fimm samþykkti samningana, sem gilda frá 1. apríl 2024 og til og með 31. mars 2028.

Kosningu hjá Félagi íslenskra náttúrufræðinga lauk í morgun.

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) undirritaði samning við Reykjavíkurborg þann 17. janúar sl. og lauk atkvæðagreiðslu í morgun. Alls 93,75% félagsfólks sem greiddi atkvæði samþykkti samningin en 6,25% höfnuðu.

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ), Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ), Sálfræðingafélag Íslands (SÍ) og Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ) fóru saman að samningaborðinu og undirrituðu kjarasamninga við Reykjavíkurborg 10. janúar sl. Atkvæðagreiðslum um samningana lauk sl. föstudag og voru niðurstöður birtar í kjölfarið.

Alls samþykkti 73,13% félagsfólks FÍ sem tók þátt í atkvæðagreiðslu samninginn en nei sögðu 26.87%. Hjá IÞÍ samþykkti 72,73% félagsfólks samninginn en 27,27% höfnuðu. Alls 94,59% félagsfólks í SÍ samþykkti samninginn en nei sögðu 5,41%. Hjá ÞÍ samþykkti 77,86% félagsfólks samninginn, nei sögðu 22,14%.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt