Desemberuppbót 2024

Allt félagsfólk aðildarfélaga BHM á að fá greidda desemberuppbót 1. desember. Uppbótin er föst krónutala sem tekur mið af starfshlutfalli og starfstíma.

Desemberuppbót árið 2024 miðað við fullt starf og starfstímann frá 1. janúar til 31. október hjá aðildarfélögum sem hafa samþykkt nýja kjarasamninga er sem hér segir:

  • Ríki — kr. 106.000,-
  • Reykjavíkurborg — kr. 119.000,-
  • Samband íslenskra sveitarfélaga — kr. 135.500,-
  • Samtök atvinnulífsins (aðalkjarasamningur) — kr. 106.000,-

Hjá félagsfólki aðildarfélaga BHM sem eiga ósamið við launagreiðendur tekur desemberuppbót mið af upphæð ársins 2023. Félögin veita sínu félagsfólki upplýsingar um desemberuppbót.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt