Desemberuppbót árið 2024 miðað við fullt starf og starfstímann frá 1. janúar til 31. október hjá aðildarfélögum sem hafa samþykkt nýja kjarasamninga er sem hér segir:
- Ríki — kr. 106.000,-
- Reykjavíkurborg — kr. 119.000,-
- Samband íslenskra sveitarfélaga — kr. 135.500,-
- Samtök atvinnulífsins (aðalkjarasamningur) — kr. 106.000,-
Hjá félagsfólki aðildarfélaga BHM sem eiga ósamið við launagreiðendur tekur desemberuppbót mið af upphæð ársins 2023. Félögin veita sínu félagsfólki upplýsingar um desemberuppbót.