Fimm aðildarfélög semja við Reykjavíkurborg

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) kynnir í dag fyrir sínu félagsfólki samning sinn við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í gær. Kosning hefst strax að lokinni kynningu og stendur til kl. 11:00 þann 20. janúar.

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ), Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ), Sálfræðingafélag Íslands (SÍ) og Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ) undirrituðu kjarasamning við Reykjavíkurborg 10. janúar sl. Félögin hafa kynnt samning sinn fyrir félagsfólki og atkvæðagreiðsla stendur nú yfir, sem lýkur 17. janúar nk.

Frá undirritun samninga við Reykjavíkurborg þann 10. janúar sl. þar sem FÍ undirritaði kjarasamning í samstarfi við IÞÍ, SÍ og ÞÍ. Mynd af vef FÍ

Niðurstöður kosninga

Í síðustu viku fóru fram kosningar meðal félagsfólks fjögurra aðildarfélaga BHM. Geislafræðingar samþykktu samning félagsins (FG) við ríkið, sjúkraþjálfarar samþykktu samning félagsins (FS) við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og félagsfólk í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) samþykkti samning við Samninganefnd sveitarfélaga (SNS).

Félagsfólk í Sálfræðingafélagi Íslands (SÍ) felldi hins vegar í kosningu kjarasamning sem undirritaður hafði verið við ríkið.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt