Fimm aðildarfélög semja við Reykjavíkurborg
Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) kynnir í dag fyrir sínu félagsfólki samning sinn við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í gær. Kosning hefst strax að lokinni kynningu og stendur til kl. 11:00 þann 20. janúar.
Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ), Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ), Sálfræðingafélag Íslands (SÍ) og Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ) undirrituðu kjarasamning við Reykjavíkurborg 10. janúar sl. Félögin hafa kynnt samning sinn fyrir félagsfólki og atkvæðagreiðsla stendur nú yfir, sem lýkur 17. janúar nk.