Félagsráðgjafafélag Íslands semur við sveitarfélögin

Samkomulag Félagsráðgjafafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritað í gær, 28. nóvember 2024, með fyrirvara um samþykki félagsfólks.

Samkomulagið felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til fjögurra ára.

Frá undirritun samningsins í gær

Samningurinn byggir á þeim hækkunum sem samið var um á almennum markaði í byrjun árs og 36 stunda vinnuvika er fest í sessi. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 sem tryggir leiðréttingu launa frá þeim tíma.

Samningurinn verður kynntur fyrir félagsfólki sem starfar hjá sveitarfélögum mánudaginn 2. desember kl. 15-16 á Teams og hefst atkvæðagreiðsla kl 12:00 miðvikudaginn 3. desember og líkur kl. 12:00 mánudaginn 9. desember.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt