Fleiri kjarasamningar undirritaðir
20. desember 2024
Nokkur félög hafa undanfarna daga undirritað samkomulag um nýja kjarasamninga við ríkið og sveitarfélög.
Kjarasamninga við ríkið gerðu meðal annars Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífendafræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.
Kjarasamninga við sveitarfélögin önnur en Reykjavíkurborg gerðu Stéttarfélag lögfræðinga og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga.