Vefur BHM besta efnis- og fréttaveita
16. mars 2024
Íslensku vefverðlaunin 2023 voru afhent 15. mars
Vefur BHM - annar áfangi fékk verðlaun í flokknum Efnis- og fréttaveita á Íslensku vefverðlaununum sem afhent voru í Listasafni Reykjavíkur á föstudag. Vefurinn er unninn í samstarfi við Hugsmiðjuna.
Umsögn dómnefndar er eftirfarandi: „Vefurinn, sem er ansi efnismikill, er vel skipulagður og afar þægilegur til leitar og almennar vöfrunar. Uppsetning og hönnun er stílhrein og falleg og vefurinn sinnir sínu hlutverki sem upplýsingaveitandi afar vel.“