Frí­dagar

Frídagar samkvæmt lögum og kjarasamningum eru almennir frídagar, sérstakir frídagar og stórhátíðardagar. Fjöldi frídaga á hverju ári er nokkuð breytilegur af því að sumir þessara daga falla stundum á laugardaga eða sunnudaga.

Almennir frídagar:

laugardagar og sunnudagar

Sérstakir frídagar:

  1. Nýársdagur
  2. Skírdagur
  3. Föstudagurinn langi
  4. Laugardagur fyrir páska
  5. Páskadagur
  6. Annar í páskum
  7. Sumardagurinn fyrsti
  8. 1. maí
  9. Uppstigningardagur
  10. Hvítasunnudagur
  11. Annar í hvítasunnu
  12. 17. júní
  13. Frídagur verslunarmanna
  14. Aðfangadagur jóla eftir kl. 12:00
  15. Jóladagur
  16. Annar í jólum
  17. Gamlársdagur eftir kl. 12:00

Stórhátíðardagar:

  1. Nýársdagur
  2. Föstudagurinn langi
  3. Páskadagur
  4. Hvítasunnudagur
  5. 17. júní
  6. Aðfangadagur jóla eftir kl. 12:00
  7. Jóladagur
  8. Gamlársdagur eftir kl. 12:00

Vinna á frídögum

Fyrir vinnu starfsfólks á frídögum eru greidd álög samkvæmt kjarasamningi. Aðildarfélög BHM veita nánari upplýsingar um það efni.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt