Mennt var máttur - Sýningaropnun
3. október 2023
BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta opna sýninguna Mennt var máttur þann 5. október kl. 16:00.
Á sýningunni verður hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna.
Formleg opnun sýningarinnar fer fram í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 þann 5. október kl. 16:00. Allt áhugafólk um íslenska menntasögu er boðið hjartanlega velkomið.