BHM og LÍS vilja halda áfram samstarfi

Hafa átt farsælt samstarf síðan 2018

Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Einn af nýju áhersluþáttunum í samstarfinu er að standa sameiginlega að lífskjararannsókn meðal stúdenta. Áætlað er að könnunin verði send út á allra næstu dögum.

Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM, Alexandra Ýr van Erven forseti LÍS og Gissur Kolbeinsson framkvæmdastjóri BHM

BHM og LÍS hafa átt í góðu og farsælu samstarfi á undanförnum árum og er nýi samningurinn fyrst og fremst til að skerpa á sameiginlegum áherslumálum og bæta við nýjum sem ástæða þykir að vinna að. Bandalaginu þykir mikilvægt að vera í góðum tengslum við stúdenta. Þeirra er framtíðin á vinnumarkaði og í kjarabaráttunni.

Til að styrkja tengsl samtaka stúdenta og aðildarfélaga BHM munu fulltrúar LÍS hafa aðkomu að fundum formannaráðs BHM a.m.k. tvisvar á ári. Þá á LÍS rétt á þátttöku í stefnumótun BHM og bandalagið mun leita til samtakanna um málefni sem BHM hyggst álykta um og varðar námsmenn. BHM leggur LÍS til skrifstofuhúsnæði og rekstrarstyrk.

Samningurinn verður endurskoðaður í apríl 2025 en hvor aðili um sig getur óskað eftir endurskoðun á gildistímanum.

BHM og LÍS eru nú með markaðsátak í gangi þar sem háskólastúdentum er óskað til hamingju með háskólagráðuna og þeir minntir á mikilvægi góðs stéttarfélags. Öll eru velkomin í BHM.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt