Við styðjum baráttu kennara fyrir bættum kjörum

BHM lýsir yfir stuðningi við kennara í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Áherslumál kennarasambandsins snúa að virðismati starfsins, að kennarar fái sambærileg laun og aðrir háskólamenntaðir á vinnumarkaði.

Bandalagið hefur lagt sín lóð á vogarskálina í baráttunni fyrir launajafnrétti m.a. með setu í aðgerðarhópi um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Kennarastéttin hefur sérstöðu hvað kynjaskiptingu varðar, hún er að stærstum hluta kvennastétt og í skýrslu aðgerðarhópsins kom fram að laun séu almennt lægri í starfsgreinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynjaskiptur vinnumarkaður og vanmat á kvennastörfum er meginástæðan fyrir launamun kynjanna. Þrátt fyrir lögbundna reglu um launajafnrétti er enn glímt við umtalsverðan launamun.

Kennarastéttin er ein af grunnstoðum samfélagsins og forsenda menntunar þjóðar. BHM stendur með traustri menntun, framtíðinni og kennurum!

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt