Heildarsamtök launafólks á Íslandi og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa tekið höndum saman og unnið bæði leiðbeiningar fyrir starfsfólk stéttarfélaga vegna móttöku þolenda kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldis sem og greinagóðar upplýsingar fyrir þolendur.
Þolendur leita til síns stéttarfélags til að fá stuðning og ráðgjöf er varðar réttindi, lög og reglur. Fulls trúnaðar er gætt. Fulltrúi stéttarfélagsins getur síðan beint þolanda áfram til VIRK í vegvísissamtal eða önnur viðeigandi úrræði eftir þörfum.