Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks fundar um heilbrigðismál
Fundurinn verður haldinn í félagsaðstöðu Sjúkraliðafélags Íslands að Grensásvegi 16 en verður einnig streymt á mbl.is. Fundurinn er öllum opinn.
Fundurinn verður haldinn í félagsaðstöðu Sjúkraliðafélags Íslands að Grensásvegi 16 en verður einnig streymt á mbl.is. Fundurinn er öllum opinn.
Markmið fundarins er að stuðla að upplýstri umræðu um heilbrigðismál til að afstaða allra framboða til þessa stóra málaflokks liggi fyrir og hvernig þau munu koma sínum stefnumálum í framkvæmd.
Breiðfylkingin samanstendur af ellefu aðildarfélögum BHM innan heilbrigðisvísinda, sem eru Félag geislafræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag lífeindafræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Ljósmæðrafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Tannlæknafélag Íslands, Viska og Þroskaþjálfafélag Íslands, ásamt Lyfjafræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélagi Íslands og Læknafélagi Íslands.