Þroskaþjálfafélag Íslands semur við sveitarfélögin

Samningurinn verður kynntur félagsfólki í dag og í framhaldi hefst atkvæðagreiðsla. Henni lýkur kl. 11:00 föstudaginn 13. desember.

Samningurinn byggir á þeim hækkunum sem samið var um á almennum markaði í byrjun árs og 36 stunda vinnuvika er fest í sessi.

Frá undirritun samningsins 4. desember sl.

Samkomulag Þroskaþjálfafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritað 4. desember sl., með fyrirvara um samþykki félagsfólks. Samkomulagið felur í sér framlengingu á gildandi kjarasamningi til fjögurra ára. Samningurinn byggir á þeim hækkunum sem samið var um á almennum markaði í byrjun árs og 36 stunda vinnuvika er fest í sessi.

Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og er því með afturvirkni.

Samningurinn verður kynntur á tveimur fundum mánudaginn 9. desember, kl. 10:00 og 16:00. Að kynningum loknum verða allar upplýsingar, undirritað samkomulag og samstarfsnefndarfundargerð sendar til félagsfólks. Atkvæðagreiðsla hefst á hádegi þann sama dag og lýkur föstudaginn 13. desember klukkan 11:00.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt