BHM kynnir áherslur fyrir komandi kjaraviðræður
9. nóvember 2022
Aðildarfélög BHM kynna sameiginlegar áherslur bandalagsins fyrir komandi kjaraviðræður fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi.
Fundurinn verður haldinn í Grósku frá 9.30 - 10.30.
Fundinum verður einnig streymt hér á vefnum, á facebook-síðu BHM og á Vísir.is.
Samhliða því verður kynnt ný skýrsla um rannsókn á virði menntunar á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Rannsóknin er unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og verður gefin út sama dag.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.