Aðgerðir gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu

Vinnueftirlitið stendur fyrir aðgerðavakningunni #Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Markmiðið er að hvetja vinnustaði til að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu og huga að forvörnum og viðbrögðum við áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Á síðu Vinnueftirlitsins eru birt fræðslumyndbönd og annað efni fyrir stjórnendur og starfsfólk sem ætlað er að auka þekkingu á málefninu og efla heilbrigð samskipt í vinnuumhverfinu.

BHM fagnar þessu mikilvæga framtaki Vinnueftirlitsins og hvetur aðildarfélög sín til að kynna sér efnið og nýta það markvisst til að stuðla að öruggu, heilbrigðu og mannsæmandi vinnuumhverfi fyrir allt starfsfólk.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt