Kjarasamningur FPR við ríkið samþykktur
23. apríl 2025
Kjarasamningur Félags prófessora við ríkisháskóla við ríkið var nýlega samþykktur af félagsfólki með miklum meirihluta greiddra atkvæða.
Á kjörskrá FPR voru 379 félagar.
Alls tóku þátt í atkvæðagreiðslunni 267 félagar eða 70,45%.
236 sögðu já eða 91,83%
21 sögðu nei eða 8,17%
Félagsmenn Félags prófessora við ríkisháskóla hafa því samþykkt kjarasamninginn.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins og í frétt sem félagið birti hér að neðan.