Samningarnir eru í anda þeirra sem önnur félög hafa nú þegar skrifað undir en þar að auki mættu sveitarfélögin kröfu félaga BHM um jöfnun launa á afmörkuðu tímabili.
Félögin sem skrifað hafa undir eru:
- Félag íslenskra félagsvísindamanna
- Félagsráðgjafafélag Íslands
- Fræðagarður
- Iðjuþjálfafélag Íslands
- Sálfræðingafélag Íslands
- Stéttarfélag bókasafns- og uppýsingafræðinga
- Stéttarfélag lögfræðinga
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Kynning og atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna eru þegar hafnar í félögunum. Rennur frestur til að greiða atkvæði út á hádegi næstkomandi föstudag.
Áður hafði Dýralæknafélag Íslands undirritað samning við sveitarfélög sem var samþykktur.