Átta félög innan BHM semja við sveitarfélög

Átta stéttarfélög innan BHM hafa undirritað nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS)

Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda frá 1. apríl sl. til 31. mars á næsta ári.

Samningarnir eru í anda þeirra sem önnur félög hafa nú þegar skrifað undir en þar að auki mættu sveitarfélögin kröfu félaga BHM um jöfnun launa á afmörkuðu tímabili.

Félögin sem skrifað hafa undir eru:

  • Félag íslenskra félagsvísindamanna
  • Félagsráðgjafafélag Íslands
  • Fræðagarður
  • Iðjuþjálfafélag Íslands
  • Sálfræðingafélag Íslands
  • Stéttarfélag bókasafns- og uppýsingafræðinga
  • Stéttarfélag lögfræðinga
  • Þroskaþjálfafélag Íslands

Kynning og atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna eru þegar hafnar í félögunum. Rennur frestur til að greiða atkvæði út á hádegi næstkomandi föstudag.

Áður hafði Dýralæknafélag Íslands undirritað samning við sveitarfélög sem var samþykktur.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt