BHM styrkir Samhjálp um hálfa milljón króna

BHM hefur afhent Samhjálp hálfa milljón króna í styrk fyrir hátíðarnar. Þörfin hefur sjaldan verið meiri en allt að 350 manns fá heitan hádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á dag. Kaffistofan er opin alla daga, allan ársins hring.

Hjá Samhjálp er unnið gríðarlega mikilvægt starf. Úrræði á þeirra vegum eru meðal annars Kaffistofa Samhjálpar, meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, áfangahúsið Brú og áfanga- og stuðningsheimilið M18 og D27.

Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, ásamt þeim Eddu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samhjálpar og Rósý Sigþórsdóttur, forstöðukonu Kaffistofu Samhjálpar.

Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat í hádeginu. Hátíðarnar eru engin undantekning og aðsókn hefur aldrei verið meiri en síðustu mánuði. Allir sem á Kaffistofuna leita eiga það sameiginlegt að búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi.

„Þessi styrkur kemur í mjög góðar þarfir einmitt núna og skiptir okkur miklu máli. Það er gott að finna fyrir hlýju og samfélagslegri ábyrgð, sérstaklega á þessum árstíma þar sem aðsókn í heitar máltíðir á Kaffistofunni hefur aldrei verið meiri og fjöldi fólks borðar hjá okkur yfir hátíðarnar líkt og aðra daga,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna áfengis- og fíknisjúkdóms, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstafi síðan 1973.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt