Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat í hádeginu. Hátíðarnar eru engin undantekning og aðsókn hefur aldrei verið meiri en síðustu mánuði. Allir sem á Kaffistofuna leita eiga það sameiginlegt að búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi.
„Þessi styrkur kemur í mjög góðar þarfir einmitt núna og skiptir okkur miklu máli. Það er gott að finna fyrir hlýju og samfélagslegri ábyrgð, sérstaklega á þessum árstíma þar sem aðsókn í heitar máltíðir á Kaffistofunni hefur aldrei verið meiri og fjöldi fólks borðar hjá okkur yfir hátíðarnar líkt og aðra daga,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar.
Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna áfengis- og fíknisjúkdóms, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstafi síðan 1973.