Breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs
28. mars 2023
Ákveðið hefur verið að gera breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM sem taka gildi frá og með 1. apríl 2023
Breytingarnar eru ráðstöfun til að rétta við hallarekstur en útgjöld sjóðsins og ásókn í sjúkrapeninga hafa farið verulega fram úr áætlunum. Stjórn hefur því samþykkt að gera breytingar á úthlutunum Styrktarsjóðs með skipulagsskrá sjóðsins að leiðarljósi.