Lýsa yfir áhyggjum vegna fjármögnun háskólanna
10. febrúar 2023
Félag prófessora við ríkisháskóla og Félag háskólakennara lýsa yfir áhyggjum vegna fjármögnunar háskólastigsins á Íslandi. Félögin taka þannig undir bókun háskólaráðs Háskóla Íslands frá 12. janúar.
Í ályktun frá félögunum kemur fram að ljóst sé að fjárlög ársins 2023 munu leiða til þess að við sem samfélag fjarlægjumst fremur en nálgumst þá framtíðarsýn sem birtist í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að fjármögnun háskóla hér á landi verði sambærileg og á hinum Norðurlöndunum.