Lýsa yfir áhyggjum vegna fjármögnun háskólanna

Félag prófessora við ríkisháskóla og Félag háskólakennara lýsa yfir áhyggjum vegna fjármögnunar háskólastigsins á Íslandi. Félögin taka þannig undir bókun háskólaráðs Háskóla Íslands frá 12. janúar.

Í ályktun frá félögunum kemur fram að ljóst sé að fjárlög ársins 2023 munu leiða til þess að við sem samfélag fjarlægjumst fremur en nálgumst þá framtíðarsýn sem birtist í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að fjármögnun háskóla hér á landi verði sambærileg og á hinum Norðurlöndunum.

„Ef við viljum efla samkeppnishæfni Íslands, hvort sem það er á sviði hefðbundnari atvinnugreina og þjónustu eða nýrri atvinnugreina, þá gerist það helst með menntun, þekkingarsköpun og áframhaldandi þróun í átt til jafnréttis. Það er engin önnur leið til ef við viljum gera Ísland að eftirsóknarverðum stað til að búa á til framtíðar og í þekkingarsköpun hvers samfélags vega rannsóknir á háskólastigi þyngst,“ segir í ályktuninni.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt