Gervigreind fylgja bæði tækifæri og áskoranir

Ályktun aðalfundar BHM um gervigreind

Gervigreindartækni mun á næstu árum hafa mikil áhrif á störf fólks, ekki síst þeirra sem eru með háskólamenntun. Mikilvægt er að undirbúa atvinnulífið, háskólasamfélagið og launafólk fyrir þessar breytingar.

Eftir því sem gervigreind heldur áfram að þróast mun hún geta leyst verkefni sem núna eru bara á færi þeirra sem eru með hátt menntunarstig. Í þessari tæknibyltingu felast bæði tækifæri og áskoranir. Má þar nefna kynjaða gagnabilið sem leiðir til skekkju við ýmis konar ákvarðanir til dæmis á vinnumarkaði og í heilbrigðisþjónustu. Líklegt er að framleiðni háskólamenntaðra sem beita tækninni muni aukast verulega sem skapar aukið rými fyrir launahækkanir en á sama tíma getur hún leitt til fækkunar starfa í tilteknum greinum. Það er því mikilvægt fyrir háskólamenntaða að skilja styrkleika og veikleika gervigreindar og að læra að beita henni við dagleg störf þannig að efla megi fagþekkingu. Íslenskt samfélag þarf að takast á við þær breytingar sem fylgja tækninni og undirbúa sig fyrir framtíðina með markvissum aðgerðum.

Mikilvægt er að undirbúa atvinnulífið, háskólasamfélagið og launafólk fyrir þessar breytingar með því að þróa fræðsluefni og að stuðla að því að þjálfun í notkun gervigreindartækni sé aðgengileg.

Landsnefnd UNIESCO stendur í dag fyrir málþingi um Gervigreind, siðferði og samfélag í samvinnu við Háskóla Íslands og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, á þar sæti í pallborði. Hér er hægt að horfa á streymi frá fundinum.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt