Hagnaðardrifna verðbólgan
Þegar hagfræðingar samtímans eru spurðir um samhengi verðmyndunar og ástæður verðbólgu eftir heimsfaraldur eru svörin flest á eina leið. Hökt í aðfangakeðjum, lækkun vaxta á heimsvísu, aukning peningamagns í umferð, sparnaður í heimsfaraldri, Úkraínustríð, vítahringur verðbólguvæntinga og verðlags og ósjálfbærar launahækkanir. Er það hending að hagfræðingarnir nefni þátt fákeppni, þögult verðsamráð fyrirtækja og aukna álagningu í verði vöru og þjónustu.